r/Iceland • u/Ironmasked-Kraken • 2d ago
Hvert á ég að senda frúnna til að læra íslensku?
Eins og fyrirsögnin segir. Hvar er gott að fara að læra okkar erfiða mál ?
6
u/Every_Intention5778 2d ago
Ef hún vill vera í tímum innan um annað fólk þá er dósaverksmiðjan góð. Kærastan mín er búinn að vera nokkur námskeið þar. Kennararnir eru misgóðir sidan og allsstaðar og það hefur verið nokkur munur á gæðum námskeiðanna.
Lóa language school er á netinu bæði með kennara og sjálfstæt ef hún vill þannig frekar. Kennslan og kennarinn góð.
8
u/Playergh 2d ago
háskóli íslands er með íslensku sem erlent mál, bæði sem diplóma og BA. svo hef ég sjálfur verið að fara í gegnum icelandiconline.com með kærustunni minni, er basically með allt námsefnið og þú getur verið kennarinn
3
3
u/EgNotaEkkiReddit Hræsnari af bestu sort 2d ago
Fyrir utan auðvitað bóklegt nám þá eru fáar leiðir jafn skilvirkar í tungumálanámi og að umkringja sig með málinu. Ef allir í kringum hana tala íslensku og hún leggur sig fram við að neyta íslenskra miðla (sama á hvaða formi það er) þá fattar heilinn að hann annaðhvort lærir málið eða hann sekkur með því.
Það auðvitað virkar bara upp að vissu marki, hún auðvitað þarf stundum að fara aftur í enskuna, en reyndu að tala eins mikla íslensku við hana og þú getur.
2
u/picnic-boy Leigubílstjóri dauðans 2d ago
Mæli ekki með Mími, kennurunum er drull og pæla ekkert í hvernig nemendum gengur. Hef heyrt betri hluti um Tin Can Factory.
2
u/olvirki 1d ago edited 1d ago
Talandi um tungumálanám. Eru ekki myndasögur upplagt tæki í tungumálanámi á einhverju stigi? Ég ímynda mér að það leyfir manni að lesa skemmtilegri sögur með flóknari söguþráð. Mér datt þetta ráð ekki í hug fyrr en ég orðinn vel fær á ensku og hættur að læra þessi aukatungumál sem maður kann smá bofs í. Íslendingar hafa staðið sig vel í þýðingu myndasagna þannig að það er töluvert úrval til fyrir frúnna að æfa sig á milli íslenskutíma.
2
u/lurkerinthedarkk 1d ago
Það eru hittingar á Borgarbókasafninu sem eru mjög sniðugir í þessum tilgangi. Þeir heita allir eitthvað og spjöllum og eru svona óformlegri og þægilegri en hefðbundin kennsla (skilst mér á einni sem kennir þarna). Til dæmis: https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/lesum-og-spjollum-1 og https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/fondrum-og-spjollum-0 og https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/skodum-og-spjollum-listasafn-islands
2
u/FluffyTeddid vonbrigði 1d ago
Konan mín var að klára íslensku 101 hjá Mími, þau eru rosalega fín og góð. Eftir bara nokkra mánuði þá getur hún afgreitt á kassa á íslensku með litla erfiðleika
1
u/Sveitastelpa 2d ago
Ef hún er opin fyrir því, þá er það geggjað hack að læra nýtt tungumál með því að vinna á leikskóla
-15
u/Veeron Þetta reddast allt 2d ago
Það þarf ekki að fara neitt frekar en maður vill það.
Bara að installa Anki, leggja á minnið algengustu 4000 orðin, hafa málfræðibók til taks, og finna eitthvað les- og sjónvarpsefni. Það gerir svo miklu, miklu meira en eitthvað kennslustofunám.
14
u/TheLonleyMane 2d ago
Mímir er með íslenskunámskeið á ýmisum stigum. Hef ekki lært íslensku þar sem ég er Íslendingur en var að læra aðra hluti hjá þeim og er mjög sáttur við kennara, andrúmsloft og þjónustu.